Fréttir frá umdæmisstjóra

21.10.2010

Starfsþjónusta er þema októbermánaðar

Margir klúbbanna fara í fyrirtækjaheimsóknir

Þema októbermánaðar er starfsþjónusta og þema nóvembermánaðar  er Rótarýsjóðurinn, en umræðuefni hvers mánaðar (þema) er gefið út af Rotary International og gert er ráð fyrir að klúbbar  taki mánaðarþemað til umræðu á a.m.k. einum fundi í viðkomandi mánuði.

Við þurfum að hafa það hugfast að Rótarýhreyfingin var stofnuð sem starfsgreinahreyfing og því er mikilvægt að við sinnum kynningu á starfsgreinum og heimsóknum á vinnustaði af bestu getu. Í heimsóknum mínum í klúbbana hef ég komist að raun um að klúbbarnir sinna þessu verkefni vel. Þriggja mínútna erindin eru oft starfstengd og flestir klúbbar fara reglulega í fyrirtækjaheimsóknir.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning