Fréttir frá umdæmisstjóra

18.6.2010

Hvað er Rótarý?

Nú undir lok tímabils míns sem umdæmisstjóri er ég mjög sáttur við flest það sem við höfum unnið að. Flest markmið mín hafa gengið eftir og leyfi ég mér að fagna því um leið og ég bendi á að árangur næst ekki nema með sameiginlegu átaki allra. Það sem gleður mig einna mest er að okkur hefur tekist, þrátt fyrir erfiðar stundir hjá þjóðinni, að styrkja hreyfinguna og fjölga félögum.

Fyrir mér er það einfaldlega sönnun þess að Rótarý og hugsjónir hreyfingarinnar eiga erindi til fólks. Það hjálpar okkur einnig að fundarfyrirkomulagið er í mjög föstum skorðum og einföldu formi. Ef klúbbunum tekst að fá hæfa og spennandi fyrirlesara á fundi sína hefur það áhrif á mætingu og hjálpar okkur við að halda félögum. Þess vegna er mjög nauðsynlegt að við nýtum okkur fundarboðunarkerfi heimasíðunnar - Að láta þar koma fram hver verður fyrirlesari næsta fundar. Mér eru minnistæð orð félaga okkar, Vigdísar Finnbogadóttur, þegar hún sagði við mig á umdæmisþinginu að hún upplifði Rótarý sem ,,...opinn háskóla, fræðslusetur sem sífellt gæfi og miðlaði".


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning