Hvað er Rótarý?
Fyrir mér er það einfaldlega sönnun þess að Rótarý og hugsjónir hreyfingarinnar eiga erindi til fólks. Það hjálpar okkur einnig að fundarfyrirkomulagið er í mjög föstum skorðum og einföldu formi. Ef klúbbunum tekst að fá hæfa og spennandi fyrirlesara á fundi sína hefur það áhrif á mætingu og hjálpar okkur við að halda félögum. Þess vegna er mjög nauðsynlegt að við nýtum okkur fundarboðunarkerfi heimasíðunnar - Að láta þar koma fram hver verður fyrirlesari næsta fundar. Mér eru minnistæð orð félaga okkar, Vigdísar Finnbogadóttur, þegar hún sagði við mig á umdæmisþinginu að hún upplifði Rótarý sem ,,...opinn háskóla, fræðslusetur sem sífellt gæfi og miðlaði".