Fréttir frá umdæmisstjóra
Minningar- og heillakort Rótarý
Ánægjulegt er að sjá að skriður er kominn á notkun minningar- og heillakorta Rótarý. Þægilegt er að nýta sér þessa þjónustu. Kortin eru pöntuð á netinu gegnum rotary.is og einfalt er að millifæra síðan framlögin í heimabanka.
Skrifstofa umdæmisins sér um að senda kortin í pósti til viðkomandi og framlögin renna óskert til Rótarýsjóðsins. Ég hvet alla rótarýfélaga til að nýta sér þessa þjónustu.
Smelltu hér til að skoða nánar: www.rotary.is/umrotary/kort
- Tryggvi Pálsson