Fréttir frá umdæmisstjóra

16.8.2010

Þema ágústmánaðar – Félagaþróun og útbreiðsla

Þema ágústmánaðar er félagaþróun og útbreiðsla (Membership and Extension). Það er vel við hæfi að hefja rótarýárið með því að setja sér markmið um fjölgun félaga. Samkvæmt félagaskrá Rotary International eru Rótarýfélagar á Íslandi 1173 utan heiðursfélaga. Karlar eru 955 en konur 218 eða 19%.  Rótarýfélögum á Íslandi hefur fjölgað um 101 á síðustu 5 árum sem er  rúmlega 9% fjölgun.

Við getum því vel við unað því nokkur fækkun hefur orðið á okkar svæði (Zone 16) sem nær yfir Norðurlöndin. Eins og fram kom í máli Jan Willumsen á fræðslumótinu í Menntaskólanum í Kópavogi í mars þá er nauðsynlegt að vinna vel og skipulega að öflun og inntöku nýrra félaga. Ekki er síður mikilvægt að halda í félaga og sjá til þess að þeim líði vel í klúbbnum og starfi hans. Sem umdæmisstjóri hef ég sett mér það markmið að í lok starfsárs verði félagatalan komin yfir 1.200 sem er lágmarksviðmið Rotary International um félagafjölda í umdæmi. Ég vil því hvetja klúbbforseta og stjórnir klúbbanna til að vinna með mér að þessu markmiði. Á vegum umdæmisins er starfandi félagaþróunarnefnd sem er boðin og búin til aðstoðar. Formaður hennar er Kristján Guðmundsson, forseti í Rkl. Borgum í Kópavogi hraunt50@simnet.is .


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning