Fréttir frá umdæmisstjóra

21.10.2010

Tilnefning umdæmisstjóraefnis 2013-2014

Tilnefningar frá klúbbunum skulu berast fyrir 15. desember

Valnefnd fyrir umdæmisstjóraefni fyrir rótarýárið 2013-2014, undir forystu Jóns Hákons Magnússonar f.v. umdæmisstjóra, hefur sent bréf á alla forseta klúbbanna þar sem óskað er eftir tilnefningum frá klúbbunum.

Eitt mikilvægasta starfið í íslenska rótarýumdæminu er starf umdæmisstjóra. Hlutverk hans er að leiða rótarýstarf umdæmisins og vera tengiliður klúbbanna við alþjóðahreyfingu Rotary International. Hver klúbbur á innan sinna vébanda hæfileikaríka rótarýfélaga sem eru til þess fallnir að gegna þessu mikilvæga embætti í eitt starfsár. Það hefur margsýnt sig að öllum klúbbum er holt að eignast umdæmisstjóra, enda hefur það verulega jákvæð áhrif á starf klúbbsins, styrkir félagasandann og fjölgar rótarýfélögum. Umdæmisstjóraefni þarf að hafa verið forseti í rótarýklúbbi. Tilnefningar eiga að sendast til skrifstofu umdæmisins fyrir 15. desember nk.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning