Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Blasarar-leku--i-addragandanum

16.2.2011

50 ára afmæli Rótarýklúbbs Kópavogs

Umdæmisstjóra ásamt maka hlotnaðist sá heiður að sitja glæsilega 50 ára afmælisveislu Rótarýklúbbs Kópavogs sem haldin var 6. febrúar sl. Veislan var öll hin veglegasta og greinilegt að rótarýfélagar í Rkl. Kópavogs höfðu lagt mikla vinnu í undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar.

heidursfelagar-med-skjolinForseti klúbbsins Helgi Laxdal lýsti kjöri fimm nýrra heiðursfélaga í klúbbnum og Þorbjörn Jensson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar var tilnefndur Eldhugi Kópavogs 2011 fyrir störf að málefnum ungs fólks. Í tilefni afmælisins gaf klúbburinn út veglega bók þar sem rakin er saga klúbbsins í máli og myndum og greint frá helstu verkefnum og starfi klúbbsins í 50 ár. Ég vil óska Rótarýklúbbi Kópavogs til hamingju með þetta glæsilega rit sem og afmælið.

Nánari umfjöllun um afmælið má finna á á heimasíðu Rótarýklúbbs Kópavogs.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning