Heimasíður
Mikið magn upplýsingar um Rotary International og starfsemi samtakanna er að finna á heimasíðu RI www.rotary.org Þessi síða er jafnframt mjög gagnleg forsetum og riturum sem geta notað heimasíðuna til að greiða alþjóðagjöldin og framlög í rótarýsjóðinn rafrænt á síðunni.
Þá þurfa ritarar að uppfæra félagatal jafnóðum og breytingar eiga sér stað og skrá inn verðandi forseta og ritara að loknum kosningum í desember.
Heimasíða umdæmisins www.rotary.is verður sífellt öflugri . Allir klúbbar hafa nú tekið upp rafræna skráningu á mætingum og félagatali en enn vantar nokkuð upp á að svæði einstakra klúbba á síðunni hafi verið uppfærð. Ég hvert klúbbana til dáða í þeim efnum.
Hvetjið klúbbfélagana til að skoða heimasíðu umdæmisins og alþjóðahreyfingarinnar.