Fréttir frá umdæmisstjóra

3.7.2015

Rótarýsjóðurinn

Rótarýumdæmið á orðið allnokkuð í DDF, District Designated Fund. Það er fé sem umdæmið getur sótt um í „global“ verkefni. Á mínu starfsári greiddum við 10.000 USD í Polio Plus sem urðu að 45.000 USD. Það kemur þannig til að þegar við gefum 10.000 koma 20.000 til viðbótar frá Bill og Melindu Gates sjóðnum og síðan koma 50% af upphæðinni  til viðbótar (15.000) frá Rotary International.

Einnig sendum við inn umsókn til sjóðsins að upphæð 15.000 USD til að taka þátt í verkefni með Rotaryclub Mumbai Downtown. Verkefnið nefnist „Toilet and Bath Blocks“. Verkefnið snýst um að setja upp hreinlætisaðstöðu hjá fjölskyldum sem lifa undir fátækramörkum og að bæta þannig hreinlæti og heilsu fólksins. 

Við höfum einnig gefið jákvætt svar til annars klúbbs á Indlandi vegna verkefnis í grunnskóla um að skaffa borð og stóla í skólastofur. Umsókn er ekki lokið að hálfu Indverjanna en verður það á næstu vikum.

Við styrktum einnig hjálparstarf í Nepal eftir nátúruhamfarirnar í gegnum Rótarý.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning