Fréttir frá umdæmisstjóra

3.7.2015

Sumarbúðir

Sumarbúðir voru á Íslandi 19. til 28. júní. Þátttakendur voru ellefu, 17 og 18 ára, sex stúlkur og fimm piltar, sem komu frá níu löndum. Hópurinn hélt í skoðunarferðir víða um Suður- og Vesturland og við hin ýmsu tækifæri fór fram kynning á náttúru Íslands, menningu og þjóðfélagsmálum. Jafnframt sögðu þátttakendur frá heimalöndum sínum.

Félagar úr Rkl. Keflavíkur tóku á móti hópnum og fóru með hann um Reykjanes. Næstu dögum var varið á suðurlandi og farið í kynnisferðir. Rkl. Selfoss og Rkl. Rangæinga sáu um móttökur og buðu gistingu fyrir hópinn. Mánudaginn 22. júní var ferð frá Landeyjahöfn til  Vestmannaeyja þar sem Rkl. Vestmanneyja tók á móti gestunum.

Þá lá leiðin til Þingvalla og um Hvalfjörð til Vesturlands með gistingu á Innri-Kóngsbakka á vegum Rkl. Reykjavík Austurbær. Eftir ferð um Snæfellsnes var haldið suður í Garðabæ, þar sem Rkl. Görðum tók á móti hópnum og sá um kvöldmat og gistingu í skátaheimilinu Jötunheimum. Rkl. Borgir Kópavogi sá einnig um dagskrá einn daginn. Félagar úr Rkl. Hafnarfjarðar sáu svo um að flytja hópinn á Keflavíkurflugvöll við brottför.

Við þökkum öllum klúbbunum sem tóku á móti hópnum. Það er ómetanlegt og ekki væri hægt að gera þetta nema með þeirra óeigingjarna framlagi.

Sjá nánar hér.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning