Fréttir frá umdæmisstjóra
Heimasíðan og félagakerfið í fulla notkun
Mætingu skal skrá í félagakerfið
Hin nýja heimasíða umdæmisins er nú komin í fulla notkun. Til marks um það þá er þessu mánaðarbréfi dreift til félaganna á heimasíðunni, á netfangs hvers og eins. Því er nauðsynlegt að netföng séu rétt skráð. Séu einhverjir ekki með netfang er það hlutverk ritara að koma mánaðarbréfinu til viðkomandi aðila. Ég vona að rótarýfélögum falli þetta fyrirkomulag vel í geð.
Nú skal skrá allar mætingar félagakerfið á heimasíðunni. Ef rórarýfélagi heimsækir annan klúbb á sá klúbbur sem heimsóttur er að skrá heimsóknina til þess að viðkomandi fá mætingu. Fundargerðir á að skrá á heimasíðuna, bæði klúbba og nefnda. Þannig geymist sagan rafrænt. Fleira mætti telja til en ég læt þetta nægja um heimasíðuna að sinni.