Fréttir frá umdæmisstjóra
Heimsóknir umdæmisstjóra til klúbbanna
Hefur nú heimsótt 22 klúbba
Umdæmisstjóri hefur á síðustu 4 vikum heimsótt 14 klúbba og fór m.a. hringferð um landið þar sem heimsóttir voru 7 klúbbar á landsbyggðinni. Nú er lokið heimsóknum í 22 klúbba af þeim 30 sem eru í umdæminu.
Móttökur allar hafa verið hreint ótrúlegar og hlýjan og samstarfsandinn ólýsanlegur. Við hjónin kunnum ykkur öllum bestu þakkir og hlökkum til að koma í þá klúbba sem við höfum ekki enn náð að heimsækja. Stefnt er að því að heimsóknunum verði lokið fyrir miðjan nóvember.
Sjá má heimsóknaráætlun umdæmisstjóra hér