Fréttir frá umdæmisstjóra
Er félagaskráin rétt? - árgjöldin seinni hluti
Skrifstofa umdæmisins mun innan tíðar senda út reikninga til klúbbanna vegna seinni hluta árgjaldsins (janúar-júní) en Rotary International hefur þegar sent út reikninga á ritara. Árgjaldið miðar við skráða félaga annars vegar á rotary.is og hins vegar á rotary.org og því er afar áríðandi að félagaskráin á heimsíðunum sé rétt.
Greiðslan til alþjóðahreyfingarinnar fer fram í gegnum heimasíðuna rotary.org og ef einhver er í vafa um hvernig það er gert getur Margrét Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri umdæmisins leiðbeint um þá framkvæmd.