Fréttir frá umdæmisstjóra
Umdæmisþing
Umdæmisþing var haldið í Gerðubergi 5. júní. Þingið var að þessu sinni aðeins einn dagur vegna breytinga á skipulagi umdæmisþinga sem framvegis verða að hausti til. Góð mæting var á þingið og tókst það í alla staði vel. Færi ég Sveini H. Skúlasyni f.v. umdæmisstjóra og félögum hans í Rótarýklúbbi Reykjavík Breiðholt bestu þakkir fyrir gott starf og óska þeim til hamingju með glæsilegt þing.