Fréttir

16.5.2012

Ný starfsgreinaskrá tekur gildi 1. júlí

Umdæmisráð samþykkti 25. apríl sl. að taka í notkun nýja starfsgreinaskrá sem byggð er á ISAT 2008 starfsgeinaflokkuninni. Klúbbar þurfa að skila inn nýrri starfsgreinaflokkun í síðasta lagi 11. júní nk.!

Skráin er einfaldari en núverandi starfsgreinaskrá enda er aðeins notast við fyrstu 2 tölustafina í flokkun skv. ISAT 2008.
Nýja starfsgreinaflokkunin var kynnt á fræðslumóti  verðandi forseta og ritara 17. mars sl. og nú þegar hefur Rótarýklúbbur Sauðárkróks skilað inn nýrri flokkun. Umdæmisstjóri hefur ritað klúbbunum bréf og sent þeim nýja starfsgreinaflokkunina ásamt leiðbeiningum en þau gögn má einnig finna hér.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning