Fréttir frá umdæmisstjóra

3.7.2015

Rótarýklúbburinn Hof-Garðabær

Stofnfundur nýs klúbbs í Garðbæ var haldinn 4. júní í Jötunheimum, skátaheimili  Vífils. Í nýja klúbbnum, sem hlaut nafnið Rótarýklúbburinn Hof-Garðabær, eru 34 stofnfélagar.

Forseti klúbbsins er Gísli B. Ívarsson en hann var félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík Árbær. Þetta er myndarlegur hópur góðra einstaklinga sem eru mjög áhugasamir og hafa þau haldið fundi í júní.

Reglulegt starf hefst svo síðar í sumar en fundirnir verða kl. 8.00 á fimmtudögum í Jötunheimum. Móðurklúbbur nýja klúbbsins er Rótarýklúbburinn Görðum. Það var útbreiðslu- og félagaþróunarnefnd auk Rótarýklúbbsins Garða sem vann að undirbúningnum sem var framúrskarandi og vil ég þakka þeim fyrir gott vinnuframlag.

Ég óska klúbbnum innilega til hamingju og hlakka til að fylgjast með starfinu.

Sjá nánar hér.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning