Fréttir frá umdæmisstjóra
Að loknum Stórtónleikum Rótarý 4. janúar sl.
Tónlistarverðlaun Rótarý voru afhent á stórtónleikum Rótarý, sem í ár
voru haldnir fyrir fullu húsi í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 4. janúar
sl. Þau sem hlutu verðlaunin í ár eru Baldvin Oddsson, trompetleikari og
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðluleikari, sem bæði eru 19 ára.
Þrátt fyrir ungan aldur hafa þau náð langt í námi, unnið til verðlauna hér á landi og erlendis. Sérstakur ráðgjafi og skipuleggjandi tónleikanna er Jónas Ingimundarson. Á tónleikunum hlaut Jónas viðurkenninguvott með „þökkum fyrir þjónustu ofar eigin hag sem lyftir Rótarý í æðra veldi“. Við þökkum einnig Erlendi Hjaltasyni og tónlistarsjóðsnefndinni auk félaga í Rótarýklúbbnum Görðum fyrir veglegt skipulag tónleikanna. Sjá nánar á: http://www.rotary.is/frettir/nr/4998