Fréttir frá umdæmisstjóra
20 umsóknir bárust um styrk úr Tónlistarsjóðnum
Umsóknarfrestur til
að sækja um styrk úr Tónlistarsjóðnum rann út 1. október sl. og bárust 20
umsóknir. Stjórn sjóðsins undir forystu Ólafs Egilssonar Rkl. Seltjarnarness
mun yfirfara umsóknirnar og tilnefna næsta styrkþega. Styrkurinn verður
afhentur við hátíðlega athöfn á Stórtónleikum Rótarý í Salnum Kópavogi
föstudaginn 7. janúar 2011.