Fréttir frá umdæmisstjóra

9.2.2009

Ávarp umdæmisstjóra í febrúar 2009

Ágætu Rótarýfélagar

Margt hefur á dagana drifið í þjóðfélaginu að undanförnu og er það einlæg von mín og ósk að félagar og fjölskyldur þeirra fái notið vaxandi birtu nýs árs í eiginlegum og óeiginlegum skilningi.

Þema mánaðarins er alþjóðaskilningur (world understanding) sem hvetur okkur til gagnkvæms skilnings og vináttu, þvert á landamæri, og að horfa yfir girðinguna með sameiginglegu markmiði um virðingu fyrir hefðum og menningu hvers annars. 

Í marsmánuði er ekkert sérstakt þema, en Rotary International kallar eftir því í þeim mánuði að klúbbar beini sjónum að Rótaract.  Vika 11 á árinu er Rotaract vikan, en 13. mars er einmitt helgaður Rótaract.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning