Fréttir frá umdæmisstjóra
12.9.2008
Félagaþróun - inntaka og viðhald félagafjölda
Félagastarfsemi á hvaða sviði sem er byggist ekki einungis á inntöku nýrra félaga heldur einnig á viðhaldi félagafjölda, þ.e. að stuðla að því að nýir félagar ,,finni" sig í félagsskapnum og hafi löngun til þess að mæta á fundum - vegna þess hve áhugaverðir þeir eru og félagsskapurinn góður. Klúbbforsetar eru eindregið hvattir til þess að fjölga félögum á starfsárinu, en markmið Rotary International er 8%.