Fréttir frá umdæmisstjóra

9.2.2012

Vinahópaskipti við Suður Afríku?

Hafinn eru undirbúningur að móttöku hóps rótarýfélaga frá Rótarýklúbbi Paarl í Suður Afríku sem væntanlega verður hérlendis 19. -29. júní nk. Gert er ráð fyrir sex hjónum og fara fyrir hópnum þau Róbert og Áslaug Melax sem búsett eru suðurfrá. Heimsóknin yrði sambland af skoðunarferðum og heimsóknum til rótarýfélaga og Rótarýklúbba. Rætt hefur verið um að heimsóknin verði endurgoldin næsta vetur.

Rótarýhreyfingin vinnur framúrskarandi starf við að koma á námsmanna- og starfshópaskiptum. Klúbbar í umdæmi okkar hafa tekið þátt í því starfi af krafti en eins og kunnugt er mega rótarýfélagar og nákomnir ekki verða þátttakendur í slíkum skiptum. Vinahópaskiptin (e. Friendship Exchange) eru á hinn bóginn hugsuð fyrir rótarýfélaga. Þau auðga þá möguleika sem við höfum til gagnkvæmra kynna.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning