Fréttir frá umdæmisstjóra
  • jolrot09

23.12.2009

Mánuður fjölskyldunnar - tímabil umdæmisstjóra hálfnað

 

Þegar þetta mánaðarbréf berst ykkur er tímabil mitt nær hálfnað. Þegar litið er til baka er ótrúlegt að hálft ár sé liðið og að ég hafi heimsótt 29 klúbba. Margt hefur drifið á dagana í þessum heimsóknum og margt óvænt komið upp. Einna merkilegast þykir mér að þegar ég skipulagði heimsóknirnar í byrjun júlí ákvað ég að heimsóknin til Rkl Akraness skyldi vera þann 11. nóvember. Þegar nær dró höfðu þeir á Akranesi samband og tjáðu mér að fundurinn sem ég hafði ákveðið að koma á yrði sérstakur hátíðarfundur. Ekki vegna þess að umdæmisstjóri kæmi í heimsókn, heldur vegna þess að um væri að ræða fund númer 3000. Þetta undirstrikar enn hve tilviljanir geta verið ríkur þáttur í daglegu lífi okkar.

jolrot09Desember er mánuður fjölskyldunnar í rótarýári Rótarý. Það er vel við hæfi að jólamánuðurinn sé mánuður fjölskyldunnar. Ég hef líka sannfærst um það að hver og einn rótarýklúbbur er í raun fjölskylda, í þeirri merkingu að í hverjum klúbbi er hópur félaga sem bundist hafa vináttuböndum. Félaga sem hittast nær vikulega allt árið. Félaga sem styðja hvern annan ef á móti blæs. Þannig á rótarýklúbbur að virka og ég er fullviss um að flestir ef ekki allir klúbbarnir okkar starfa á þennan hátt.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning