Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Myndir-GSE-2010-Abilene-194

30.4.2010

Vel heppnuð ferð GSE hópsins til Kansas

Fimm glæsilegir fulltrúar umdæmis 1360 heimsóttu umdæmi 5670 í Kansas, einn fararstjóri og fjórir þátttakendur. Heimsóknin tókst mjög vel, allir í hópnum eru mjög ánægðir og ekki voru gestgjafarnir síður ánægðir með gestina. Það mátti fylgjast með ferðinni á heimasíðu umdæmisins, en dagbók hópsins var skráð á heimasíðuna.

Myndir-GSE-2010-Abilene-229Þar kom vel fram hve ferðin var vel heppnuð, fjölbreytt og gefandi fyrir þátttakendur. Í lok maí kemur hópur frá Kansas í heimsókn til okkar. Undirbúningur er vel á veg kominn og hafa þeir klúbbar sem leitað hefur verið til brugðist vel við í sönnum rótarýanda. Báðir hóparnir verða gestir á umdæmisþinginu. GSE nefndin undir forystu Birnu Bjarnadóttur, Rkl Borgir, hefur unnið frábært starf sem ber að þakka fyrir.

Sjá nánar á fréttasíðu GSE hópsins 2010


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning