Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi árið 2011.
Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbs Keflavíkur og veður það haldið á golfvelli Golfklúbbs suðurnesja (GS) í Leiru miðvikudaginn 8. júní 2011.
Á myndinni eru verðlaunahafar golfmótsins 2010.
Mótið er punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum. Þar að auki verður keppt um besta skor (brutto) einstaklinga og næst holu á par 3 brautum.
Makar rótarýfélaga eru velkomnir og hafa þeir möguleika á að keppa til allra verðlauna utan sveitarkeppninar, en þar telja tveir bestu rótarýfélagar frá hverjum klúbbi.
Mæting er kl. 9.30 en kl. 10.30 stundvíslega hefst golfleikurinn og verður ræst út samtímis á öllum teigum. Greint verður frá röðun á teiga, keppnisfyrirkomulagi, staðarreglum o.fl. áður en ræst verður út.
Að móti loknu verður léttur málsverður, súpa, smurt brauð og kaffi sem er innifalið í verðinu. Þá fer fram verðlaunaafhending og dregið verður úr skorkortum og næsti klúbbur valinn til að annast mótshald 2012.
Skráning í mótið er hjá formanni undirbúningsnefnar Georg V. Hannah á netfanginu: hannah@simnet.is . Einnig er hægt að skrá sig á vefsíðu Golfsambandi Íslands: http://www.golf.is/ undir Golfklúbbur Suðurnesja (GS) eða hjá golfklúbbnum sjálfum í síma 421-4100. Mikilvægt er að skrá forgjöf og kennitölu ásamt frá hvaða klúbbi viðkomandi er ef það er unnt, en að öðrum kosti verður það gert á staðnum.
Þátttökugjald er kr. 5.000 á mann.
Rótarýklúbbarnir eru beðnir um að upplýsa rótarýfélaga um mótið og hvetja til góðrar þátttöku.
Nánari upplýsingar veita:
Georg V. Hannah 862-5757 netfang: hannah.@simnet.is
Einar Magnússon 896-1701 netfang: einari@rafpostur.is
Reglur fyrir árlegt golfmót Rótarýklúbba á Íslandi.
Þátttökurétt hafa allir félagar Rótarýklúbba á landinu og makar þeirra.
Mótið er annars vegar einstaklingskeppni allra þátttakenda og hinsvegar sveitakeppni Rótarýfélaga.
Einstaklingskeppniner í tvenns konar:
a) Höggleikur þar sem sá sem leikur í fæstum höggum á forgjafar sigrar.
b) Stableford punktakeppni þar sem sá sem fær flesta punkta sigrar.
Hver kylfingur leikur á skráðri forgjöf, þó þannig að hámarksforgjöf karla er 24 og hámarksforgjöf kvenna er 28.
Ofangreind hámarksforgjöf er grunnforgjöf viðkomandi. Hámarksleikforgjöf fer eftir þeim velli sem leikið er á.
Í höggleiknum er keppt um farandbikar fyrir lægst skor á forgjafar.
Í punktakeppninni er keppt um verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.
Enn fremur skulu veitt tvenn nándarverðlaun.
Í sveitakeppninnitelja 2 kylfingar hvers rótarýklúbbs, sem fá flesta punkta.
Keppt er um farandbikar, sem sá klúbbur sem sigrar varðveitir til næsta móts. Veitt skulu verðlaun þeim tveim Rótarýfélögum sem mynda sigursveitina.
Konur skulu leika af rauðum teigum og karlar 70 ára og eldri mega einnig leika á rauðum teigum og tekur leikforgjöfin þá mið af því.