Fréttir

16.5.2007

100% mæting á Seltjarnarnesi

Forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness, dr. Gunnlaugur A. Jónsson, klúbbforseti af annarri kynslóð, sem setti klúbbfélögum það markmið fyrir marsmánuð að ná 100% mætingu á hverjum fundi mánaðarins.  Þetta þótti djarft, líka þar sem þetta var fimm mánuður. Klúbbfélagar fylltust fítonsanda, sóttu almenna klúbbfundi venju betur, nefndir klúbbsins komu saman og mætingakort dreif að vegna mætinga í öðrum klúbbum.

Átakið hafði mjög góð áhrif á andann í klúbbnum og ríkti mikil ánægja meðal félaganna þegar settu marki hafði verið náð. 53 félagar eru í klúbbnum.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning