Fréttir

15.12.2012

17,8% af 1,2 milljónum rótarýfélaga eru konur

Alls eru 34.430 rótarýklúbbar í 217 löndum í heiminum og í þeim eru 1,2 milljónir félaga, 217 þúsund konur og 996 þúsund karlar. Að jafnaði eru 35 félagar í klúbbi og flestir klúbbar, 7821 eru í Bandaríkjunum en næstflestir, 3169 eru á Indlandi.

Á Norðurlöndunum eru flestir klúbbar í Svíðþjóð 548 með 26.831 félaga, í Noregi eru 316 klúbbar með 11.845 félaga, í Finnlandi eru 298 klúbbar með 11.143 félögum, í Danmörku eru 280 klúbbar með 11.127 félögum og á Íslandi eru 31 klúbbur með 1.186 félögum skv tölum frá RI 1. júlí sl.

22,3% íslenskra rótarýfélaga eru konur en hæst er hlutfallið á Norðurlöndunum í Svíþjóð, 23,1%, í Noregi er hlutfallið 16% en í Danmörku og Finnlandi er hlutfallið lægts, 11,7%. Það vekur athygli að þó Ísland sé nr. 93 á heimslistanum eru aðeins Marokkó og Svíþjóð með hærra hlutfall kvenna í klúbbunum af öllum Evrópulöndum.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning