Fréttir

1.3.2012

Kynning á Rótarýklúbbi Keflavíkur

Kynning

Rótarýklúbbur Keflavíkur í nærsamfélaginu

Í janúar hefur Rótrýklúbbur Keflavíkur staðið fyrir kynningu á Rótarýhreyfingunni í nærsamfélaginu. Í byrjun janúar birtist viðtal við nokkra Rótarýfélaga í Víkurfréttum þar sem þeir sögðu frá hreyfingunni og hvað það væri sem gerði þennan félagsskap sérstakan að þeirra mati. Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni á slóðinni www.vf.is/Mannlif/51477/default.aspx
Rótarýkúbburinn stóð einnig fyrir opnum fundi sem á fjórða tug boðsgesta mætti á. Forseti, Jón Björn Sigtryggsson, bauð félaga og gesti velkomna á fundinn, kynnti dagskrá fundarins og sagði hann með óhefðbundnu sniði.  Á fundinn mætti umdæmisstjóri Tryggvi Pálsson sem fór yfir helstu markmið og verkefni Rótarýhreyfingarinnar bæði innanlands  og  utanlands.  Þá stóðu Rótarýfélagarnir Kristinn Jóhannesson og Agnar Guðmundsson fyrir kynningu  á starfi klúbbsins undanfarin ár í máli og myndum. Tveir Rótarýfélagar, þau Valgerður Guðmundsdóttir og Jón Axelsson, sögðu svo frá reynslu sinni í klúbbnum.

Það var samdóma álit þeirra sem sóttu fundinn að vel hefði tekist til. Létt yfirbragð var yfir fundinum og gestir og félagar fengu bæði að spjalla saman eins og tíðkast gjarnan á Rótarýfundum og síðan fengu þeir fróðleiksmola um hreyfinguna. Það er von félaga að þessi kynning leiði til þess að fleiri Suðurnesjamenn sýni áhuga á að starfa innan Rótarýhreyfingarinnar.  Undirbúningur fundarins var í höndum félagavalsnefndar þeirra Jón Björns Sigtryggssonar, forseta, Kristins Jóhannessonar, fyrrverandi forseta og Hjördísar Árnadóttur, verðandi forseta.