Fréttir
  • Vel merktir
  • Rætt við viðskiptavini í Bónus/Hagkaup
  • Björn Bjarndal, Guðmundur Karl, Ásta Stefánsd og Björn Rúriks.
  • Fundar í Tryggvaskála

1.3.2015

Rótarýdagurinn á Selfossi

Rkl. Selfoss kynnti Rótarýhreyfinguna og gaf umhverfisvæna söfnunarkassa undir rafhlöður með fortið.

Það var gleði og gaman á Rótarýdeginum á Selfossi. Félagar í Rkl. Selfoss stóðu vaktina í anddyri Krónunnar og Bónus og kynntu Rótarý.

Það var gleði og gaman á Rótarýdeginum á Selfossi. Félagar í Rkl. Selfoss stóðu vaktina í anddyri Krónunnar á Selfoss, í Bónus á Selfossi og í Samkaupum á Flúðum. Viðskiptavinum þessara fyrirtækja voru gefnir umhverfisvænir kassar til að safna í notuðum rafhlöðum og um leið afhentur bæklingur um starfsemi Rótarý á Íslandi. Var oft kátt á hjalla og gaman að ræða málin við fólk enda var niðurstaðan sú að félagar í Rkl. Selfoss mokuðu út um 750 kössum og um 500 bæklingum. Í lok dags funduðu svo félagarnir í Tryggvaskála þar sem klúbburinn var stofnaður árið 1948. Var það vel viðeigandi að fara yfir málin og hversu vel hefði tekist til í góðra vina hópi á þessum fallega stað.