Fréttir

28.12.2008

Ný stjórn kjörin í Rótarýklúbbi Kópavogs

Kona í fyrsta skipti í stjórn klúbbsins

Í byrjun desembermánaðar var kjörinn stjórn fyrir starfsárið 2009/2010 í Rótarýklúbbi Kópavogs.

Varaforseti: Helgi Laxdal

Ritari: Geir A. Guðsteinsson

Gjaldkeri: Friðbert Pálsson

Stallari: Margrét María Sigurðardóttir.

Varaforseti á yfirstandandi starfsári er Haukur Ingibergsson sem verður þar með forseti þessarar stjórnar sem samkvæmt lögum Rótarýhreyfingarinnar tekur við 1. júlí 2009, eða á fundi sem næst þeirri dagsetningu.

Stallari næsta starfsárs, Margrét María Sigurðardóttir er fyrsta konan sem gerist félagi í Rótarýklúbbi Kópavogs og þar með fyrsta konan til að sitja í stjórn. Í markmiðaáætlun núverandi stjórnar er m.a. stefnt að því að fjölga félögum um 5 - 10 og jafnframt að auka hlutdeild kvenna meðal klúbbfélaga sem og að stuðla að bættri fundarsókn.

                                                                                                                                                                                                             GG


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning