Björgunarsveit Hafnarfjarðar fær Hvatningarverðlaun Straums
Þriðju Hvatningarverðlaun rótarýklúbbsins
Á afmælisfundi Rótarýklúbbsins Straums Hafnarfirði þann 10. júní sl. færði klúbburinn Björgunarsveit Hafnarfjarðar Hvatningarverðlaun Straums fyrir óeigingjarnt starf að hjálpar- og björgunarmálum.
Forseti klúbbsins, Þórir Haraldsson, afhenti Hörpu Kolbeinsdóttur, varaformanni Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verðlaunagripinn sem félagi í klúbbnum, Fríða Jónsdóttir gullsmiður hannaði. Í merkinu endurspeglast merki klúbbsins en einnig eldgos en félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar hafa lagt mikið af mörkum í tengslum við eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli.
Á myndinni eru frá vinstri, Ingólfur Haraldsson og Harpa Kolbeinsdóttir frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Þórir Haraldsson forseti Rótarýklúbbsins Straums. Ljósmynd: Guðni Gíslason.