Starfsskiptahópur frá Íslandi 2006 (GSE)
Sigríður Kristín, Fjölnir, Erla, Helena Hafdís og Birna. Ljósm.: Jón Svavarsson |
Starfshópaskiptanefnd Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi hefur valið hóp 4 þátttakenda og fararstjóra sem munu fara til Kanada og Bandaríkjanna í marslok 2006.
Þátttakendur eru Erla Sigurðardóttir, Fjölnir Björgvinsson, Helena Hafdís Víðisdóttir og Sigríður Kristín Ingvarsdóttir en fararstjóri verður Birna Bjarnadóttir, félagi í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi.
Hópurinn hefur þegar komið saman á nokkrum fundum með það að markmiði að kynnast og undirbúa ferðina vestur. Umsóknargögn og önnur fylgiskjöl hafa verið send til Rotary skrifstofunnar i Evanston og þaðan munu síðan berast farseðlar og ferðaáætlun fyrir hópinn. Á næstu vikum mun hópurinn heimsækja þá rótarýklúbba sem hafa mælt með umsóknum þeirra til fararinnar en þeir eru Rótarýklúbbnum Akraness, Rótarýklúbbnum Grafarvogs í Reykjavík og Rótarýklúbburinn Borgum, Kópavogi.