Fréttir

31.1.2007

Sýningin Rótarýklúbbur Akraness í 60 ár

Þann 29. nóvember sl. varð Rótarýklúbbur Akraness sextíu ára. Af því tilefni hefur sýningin Rótarýklúbbur Akraness í 60 ár verið sett upp í anddyri Bókasafns Akraness og var hún opnuð á klúbbfundi á Bókasafninu 30. janúar sl. Sýningin setur fram í máli og myndum söguna þau sextíu ár sem Rótarýklúbbur Akraness hefur verið starfandi. Sýndur er áratugur í senn og sagt frá í myndmáli og texta hvað bar þá helst á góma og stendur upp úr frá hverjum tíma.

Aldursforsetinn skoðar sýninguna


Með þessari útlistun á sextíu ára sögu Rótarýklúbbs Akraness eru til sýnis fundagerðarbækur sem hafa gamlar fundargerðir sem geyma mál sem gaman er að rifja upp. Einnig eru til sýnis gömul handbók, gamalt félagatal, skýrslur stjórna rótarýklúbbsins og prentaður rótarýsöngurinn sem hefur fylgt Rótarýklúbbi Akraness síðustu hálfa öldina.  Á sýningunni er einnig að finna margvísleg gögn og munir sem tengdir eru alþjóðastarfi klúbbsins og Alþjóðahreyfingu Rótarýs auk yfirlits yfir hvað er fólgið í Rótarýhreyfingunni. Í lokin eru til sýnis munir í eigu klúbbsins sem og yfirlit yfir alla félaga Rótarýklúbbur Akraness hyggst leggja lið eins og aðrir Rótarýklúbbarog ætlar að styrkja skóla í Suður-Afríku sem þarfnast lagfæringar á húsnæði sínu. Myndir frá þeim skóla eru til sýnis á sýningunni ásamt einu eintaki af afmælispenna klúbbsins sem hannaður var í tilefni af sextugsafmælinu. Afmælispenninn er til sölu á þúsund krónur stykkið og rennur ágóðinn til að styðja verkefnið í Suður-Afríku. Allir geta keypt afmælispennann og þannig styrkt við.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa afmælispenna Rótarýklúbbs Akraness er bent á að hafa samband við forseta Rótarýklúbbs Akraness í síma 849 2810 eða sent tölvupóst á steialm@simnet.is.  Ath! Upplag er takmarkað. Þar fyrir utan er á sýningunni minnst á önnur verkefni sem Rótarýklúbbur Akraness hefur styrkt.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning