Fréttir

12.12.2006

Fjórir nýir Paul Harris félagar í Hafnarfirði

Á jólafundi Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar 7. desember sl. voru fjórir góðir rótarýfélagar útnefndir Paul Harris félagar og fengu orðu, prjónmerki og skjal þess til sönnunar. Fyrir hvern Paul Harris félaga greiðir klúbburinn 1000 dollara í Rótarýsjóðinn sem fer til góðra málefna. Þeir sem voru útnefndir voru: Guðbjartur Einarsson, Guðmundur Rúnar Ólafsson, Kristján Stefánsson og Sigurður Hallgrímsson. Þá hafa 43 einstaklingar verið útnefndir Paul Harris félagar frá stofnun klúbbsins. 

 

f.v. Gunnhildur Sigurðardóttir,verðandi forseti, Sigurður Hallgrímsson, Kristján Stefánsson, Guðmundur Rúnar Ólafsson, Guðbjartur Einarsson og Guðni Gíslason, forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. ? Ljósm. Sigurjón Pétursson.


 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning