Alþjóðlegir friðarstyrkir Rótarý auglýstir
Rótarýsjóðurinn, Rotary Foundation, sem rekinn er af alþjóða Rótarýhreyfingunni, mun veita allt að 50 styrki til tveggja ára meistaranáms skólaárin 2017-2019. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna, sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu.
Í þessu skyni hefur Rótarýsjóðurinn komið á samvinnu við fimm virta háskóla:
•Duke University and University of North Carolina at Chapel Hill, Bandaríkjunum
•International Christian University, Tokyo, Japan
•University of Bradford, West Yorkshire, Englandi
•University of Queensland, Brisbane, Ástralíu
•Uppsala University,Uppsala, Svíþjóð
Styrkirnir, sem eiga að standa undir tveggja ára námskostnaði, eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir. Rótarýhreyfingin á Íslandi má senda eina umsókn. Val íslenska umsækjandans fer fram eftir ítarleg viðtöl og könnun á námsferli og störfum. Makar, afkomendur og makar afkomenda lifandi Rótarýfélaga geta ekki sótt um styrkinn. Ellefu Íslendingar hafa hlotið friðarstyrki frá því þeir voru fyrst veittir árið 2002.
Nánari upplýsingar um námið, háskólana, umsóknarskilmála og umsóknareyðublað er að finna á heimasíðunni
https://www.rotary.org/myrotary/en/get-involved/exchange-ideas/peace-fellowships
og í síma 568-2233 (eða í síma 543-9216).
Þeir sem hafa hug á að sækja um styrk eru beðnir um að fylla út umsóknareyðublað á netinu, prenta og senda fyrir 10. apríl ásamt ítarlegu æviágripi, lýsingu á markmiði með framhaldsnámi og meðmælum til skrifstofu Rótarýumdæmisins, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík, merkt “Friðarstyrkur”.