Fréttir

28.3.2006

GSE hópurinn að ferðbúast

Hópurinn hittist á mánudagskvöldið til að leggja á ráðin með síðustu undirbúningsatriðin. Dagskrá ferðarinnar er að mótast og ljóst að við munum heimsækja amk 18 klúbba á næstu fimm vikum. Höfum þegar heimsótt 3 klúbba hér heima og verðum í Rótarý klúbbnum Borgir á fimmtudag. Síðar þann dag verður lagt af stað.

Svo skemmtilega vildi til að Ellen Moore Anderson, Rotary félagi og maður hennar frá Bandaríkjunum eru í heimsókn á Íslandi og höfðu samband við fararstjóra GSE hópsins. Þau komu síðan í heimsókn og hittu hópinn og gátu gefið góðar upplýsingar um það sem í vændum er. Hópurinn mun væntanlega hitta þau við móttöku í Duluth í kringum 8. apríl.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning