Fréttir

28.8.2014

Andlát: Loftur J. Guðbjartsson, fyrrum umdæmisstjóri

Loftur J. Guðbjartsson, fyrrum umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, lést hinn 13. ágúst sl., 91 árs að aldri. Útför hans verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í Breiðholti mánudaginn 1. september nk. og hefst athöfnin kl. 15.00.

Loftur var umdæmisstjóri 1991/92. Hann var einn af stofnendum Rótarýklúbbsins Reykjavík Breiðholt árið 1983 og forseti klúbbsins 1987/88.

Að loknu stúdentsprófi hélt Loftur til háskólanáms á Spáni og í Bretlandi. Hann var bankastarfsmaður að aðalstarfi en stundaði jafnframt enskukennslu við Hagaskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Loftur var útibússtjóri Útvegsbanka Íslands í Kópavogi þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Eftirlifandi eiginkona Lofts er Vigdís Guðfinnsdóttir.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning