Fréttir
  • Mannúð í verki ferkantað

18.9.2011

Skráning á umdæmisþingið hafin

Taktu frá 14.-15. október 2011

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær sér um undirbúning umdæmisþings að þessu sinni en þingið verður haldið á Icelandair Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll. Allir rótarýfélagar eru velkomnir á þingið en hægt er að skrá sig á einstaka hlluta þingsins. Smelltu hér til að sjá nánar  um þingið

Dagskrá þingsins hefst kl. 15.30 á föstudeginum með ávarpi umdæmisstjóra en að því loknu ávarpa þingið fulltrúar alþjóðaforseta, Kenneth R. Boyd, fulltrúi norrænu umdæmanna, Ingrid Grandum Berget og umdæmisstjóri Inner Wheel, Erla Jónsdóttir. Látinni félaga verður minnst með erindi og tónlistarflutningi.

Boðið er til rótarýfundar kl. 17.45-19.45 þar sem makar og aðrir gestir rótarýfélaga eru velkomnir auk allra rótarýfélaga og er mjög vandað til dagskrár.

Dagskrá á laugardeginum hefst kl. 09.15 þar sem tilnefndur umdæmisstjóri 2013-2014 verður kynntur og skýrsla síðasta starfsárs verður kynnt svo eitthvað sé nefnt. Starfshópskiptin verða kynnt og fimmta þjónustuleið Rótarý auk þess sem nýr friðarstyrkþegi verður kynntur.

Eftir hádegi verður fjölbreytt dagskrá tengd „Mannúð í verki“ og er mökum þingfulltrúa sérstaklega boðið að taka þátt.

Þingslit verða kl. 14.30.

Hátíðardagskrá í Hörpu

Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður og hátíðardagskrá í Hörpu og eru gestir boðnir velkomnir með fordrykk kl. 19 og sest er til borðs samkvæmt fyrirfram ákveðinni borðaskipan en það mun vera nýmæli á þessum samkomum.
Þar mun Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmta og Bergþór Pálsson syngja auk þess leynigestur úr innsta hring Rótarýhreyfingarinnar verður með tónlistaratriði.

Eitthvað af þessu hlýtur að vekja áhuga þinn! Allar nánari upplýsingar og skráningu finnur þú hér.

Smelltu hér til að fara beint í skráningu.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning