Fréttir

22.10.2008

Bankakreppan 2008


Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar kom á fund Rótarýklúbbs Grafarvogs miðvikudagskvöldið 22.10. Erindi hans hét: Bankakreppan 2008. Jón fór í gegnum atburði síðustu mánaða og ára og kom með 10 góð ráð til handa þjóðinni.

Erindi Jóns var forvitnilegt og gaf félögum tækifæri til að sjá kreppuna miklu í öðru ljósi ásamt því að vekja þá til umhugsunar um mögulega mótleiki.
Jón sagðist leggja á það mikla áherslu að gefast ekki upp. Að gæta þess að landsframleiðslan minnkaði sem minnst því þar væri lífæðin. Halda fyrirtækjum gangandi með því að nota þjónustu þeirra.
Hann sagði bankastarfsemi aðeins lítinn hluta landsframleiðslunnar eða um 10% og þó sá hluti minnkaði verulega ætti það ekki að hafa veruleg áhrif svo fremi að önnur starfsemi héldi velli.
Einnig sagði Jón að stjórvöld þyrftu að afnema verðtryggingu af inn- og útlánum því ef ekki væri verðtrygging, væri verðbólga engin. Hann sagðist hvetja fólk og fyrirtæki til að eyða fremur en spara til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang. Svo að frysta gengistryggð lán en til þess ráðs hefur þegar verið gripið að hluta.

Jón sagði lítinn tilgang í því að elta uppi skuldara sem væru að sligast undan verðtryggingunni og háum lánum. Það að ganga hart að skuldugum fyrirtækjum og eigendum sem hefðu tekið lán til reksturs fyrirtækja, gerði ekki annað en stöðva reksturinn og þar með auka á atvinnuleysi og framleiðslu. Aukið atvinnuleysi og gjaldþrot kölluðu á að fólk flytti úr landi og nefndi Jón að hætta væri á að allt að 60.000 manns flyttu úr landi. Margir þeirra væru fólk á besta aldri sem færi með þekkingu og kunnáttu úr landinu. Þetta yrði að koma í veg fyrir ef hægt væri.

Vaxtalækkun
Svo er spurning hver á að kaupa eignir og fyrirtæki sem tekin eru upp í skuldir? Þau eru óseljanleg og engum greiði gerður með þvi að reka þau i gjaldþrot.
Vaxtalækkun um amk 10 prosentustig ætti að koma á strax og benti hann á að okurstýrivexir hafa engum árangri náð í stýringu á fjárflæði síðustu mánuði, Enda tæki enginn lán á 15.5% vöxtum.
Að lokum sagði Jón að mikilvægt væri nú að sleppa því að ergja sig á tapinu - það breytti engu. Hegða sér eins og við hverjar aðrar náttúruhamfarir og standa af sér storminn.

 Rétt er að benda á að Jón G. Hauksson skrifar pistla á www.heimur.is.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning