Fréttir

2.11.2009

Saman drögum við vagninn

Kæru Rótarýfélagar

Hugsjónin sem Paul Harris upphafsmaður Rótarýhreyfingarinnar hafði að leiðarljósi lifir góðu lífi og á ekki síður rétt á sér í dag rúmum eitthundrað árum eftir stofnun Rótarýhreyfingarinnar. Heiðarleiki og virðing  er grunnur sem byggt er á, víðsýni og vilji til að þjóna öðrum og leggja þannig sitt af mörkum til betri heims.

 

Kæru Rótarýfélagar

Hugsjónin sem Paul Harris upphafsmaður Rótarýhreyfingarinnar hafði að leiðarljósi lifir góðu lífi og á ekki síður rétt á sér í dag rúmum eitthundrað árum eftir stofnun Rótarýhreyfingarinnar. Heiðarleiki og virðing  er grunnur sem byggt er á, víðsýni og vilji til að þjóna öðrum og leggja þannig sitt af mörkum til betri heims. Þau eru mörg verkefnin sem rótarýhreyfingin, einstök umdæmi og klúbbar taka sér fyrir hendur. Æskulýðsstarf Rótarý á sér langa sögu þar sem nemendaskipti og styrkir til háskólanáms styðja við bakið á ungum námsmönnum um leið og dvöl í framandi landi og kynni af menningu og siðum annara þjóða víkkar sjóndeildarhringinn. Ýmis smærri verkefni í nærsamfélagi hvers klúbbs þar sem félagarnir vinna í þágu almennings með upplestri fyrir eldri borgara, uppsetningu upplýsingaskilta við gönguleiðir svo einhver dæmi séu nefnd. Að baki þessara verkefna er frumkvæði og óeigingjarnt starf rótarýfélaga. Rótarýhreyfingin hefur byggt upp rótarýsjóðinn sem fjármagnar ýmis verkefni Rótarý svo sem vatnsverkefni, skólabyggingar, útvegun báta, að ógleymdu Polio Plús verkefninu sem gengur út á það að útrýma lömunarveiki. Lömunnarveiki er hræðilegur sjúkdómur sem dæmir oftar en ekki börn til ævilangrar fötlunnar, börn sem eiga lífið framundan. Er hægt að hugsa sér göfugra starf en að stuðla að því að forða einstaklingum frá ævilangri fötlun. Hvað getum við  gert til að styrkja þetta göfuga starf? Framlag til rótarýsjóðsins, jafnvel þótt lítið sé, skilar sér þangað sem þörfin er. Stjórn rótarýsjóðsins hefur náð þeim einstaka árangri að tryggja að yfir 90% þess fjármagns sem sjóðurinn ráðstafar skilar sér til enda verkefna sjóðsins og er það að öllum líkindum  heimsmet. Ágætu Rótarýfélagar leggjum okkar af mörkum og styrkjum þannig mannúðarstarf Rótarý, höfum hugfast einkunnarorð alþjóðaforseta 2009-2010 Jhon Kenny ”Framtíð Rótarý er í þínum höndum”. Rótarýhreyfingin verður ávallt dæmd af því sem við félagarnir tökum okkur fyrir hendur hvort heldur er í einkalífi eða starfi eða þeim verkefnum sem okkur eru falin af Rótarý. Við höfum skyldum að gegna. Tökum höndum saman og leggjum okkar af mörkum.

Það hefur tíðkast í klúbbi okkar að forseti tileinki sér einkunnarorð, mín einkunnarorð fyrir starfsárið 2009-2010 eru ”Saman drögum við vagninn.”

 

Með Rótarý kveðju

Jón Sigurðsson

forseti 2009-2010