Fréttir

24.2.2014

Námskeið um félagaþróun og stefnumótun

Námskeið um félagaþróun í rótarýklúbbunum, stefnumótun og Rótarýsjóðinn fór fram 22. febrúar sl. á Grand Hótel Reykjavík. Námskeiðsstjóri var Per Hylander, fulltrúi svæðisskrifstofu Rótarý í Zürich fyrir svæði 16, sem Ísland tilheyrir.

Námskeiðið var ætlað viðtakandi forsetum rótarýklúbbanna hér á landi og þeim einstaklingum sem hafa forgöngu um félagaþróun og málefni Rótarýsjóðsins ásamt öðrum þeim sem áhuga hafa á þessum málaflokkum. Per Hylander sagði í inngangsorðum sínum, að tilgangur námskeiðsins væri að gera forystumenn rótarýklúbbanna hæfari til að undirbúa áætlanir um þátttöku í sameiginlegu átaki sem á að tryggja nettófjölgun í alþjóðlegu Rótarýhreyfngunni um 3% á ári á næstu árum. Stjórn Rotary International hefur sett sér markmið um að rótarýfélagar í heiminum verði 1,3 milljónir 30. júní 2018, sem byggir á nettófjölgun um 3% frá 1. júlí 2012.

Mikilvægustu viðfangsefnin eru að draga úr fækkun klúbbfélaga og auka gæði starfsins í klúbbunum, skerpa ímynd rótarýklúbbanna á starfssvæðum þeirra ásamt því að fjölga konum og ungu fólki í klúbbunum. Unnið verði að því að klúbbfélagar og stjórn öðlist aukinn skilning á áætlanagerð og þróun. Áætlanir um framþróun klúbbanna verði gerðar til næstu þriggja ára og þeim óhikað hrundið í framkvæmd. Per Hylander ræddi einnig gerð áætlunar til eins árs.

Mikilvægar spurningar í þessu sambandi eru: Hvar og hverjir eru hinir nýju félagar? Hver er staða klúbbanna; styrkleikar, veikleikar, tækifæri, ógnanir? Ný sóknarmarkmið mótist af því mati.

Verkefni á námskeiðinu sjálfu fólust m.a. í því að farið var yfir árangur síðasta árs. Nokkrir viðstaddir höfðu verið á sambærilegu námskeiði hjá Per Hylander fyrir ári og sögðu þeir frá reynslu sinni um eftirfylgni. Þá lagði hann áherslu á nauðsyn innri úttektar hjá klúbbunum um þessar mundir. Jafnframt yrði spurt: “Hvernig mun klúbburinn líta út að þremur árum liðnum?” Afmarka þarf aðalatriðin til að ná settum markmiðum. Til að það takist þarf framkvæmdaáætlun, þar sem útlistað verði hvernig vinnunni í klúbbunum skuli háttað eftir þetta námskeið. Stuðningur frá umdæmisstjórninni er einnig mikilvægur. Guðbjörg Alfreðsdóttir, verðandi umdæmisstjóri, var viðstödd námskeiðið og reyfaði hún jafnframt viðhorf sín til starfa umdæmisins að félagaþróun á næsta starfsári.

Síðasti hluti námskeiðsins var fræðsla um Rótarýsjóðinn, sem Birna G Bjarnadóttir, formaður Rótarýssjóðsnefndar umdæmisins annaðist.                                                    

                                                                                                                                                                             möa


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning