Skipuleggja sumarskipti á vegum Rótarý
Nú er rétti tíminn!
Að sögn Hönnu Maríu Siggeirsdóttur, formanns æskulýðsnefndar, hafa borist beiðnir til nefndarinnar um fjölskylduskipti til ýmissa landa, þar má t.d. nefna Bretland, Ítalíu og Taiwan. Í Taiwan eru tvær stúlkur 18 og 19 ára sem gjarnan vilja koma til Íslands í einn mánuð í sumar og fjölskyldur þeirra vilja taka á móti íslenskum stúlkum á sama aldri. í Englandi er 16 ára stúlka, sem vill koma til Íslands í sumar og fjölskylda hennar vill taka á móti jafnaldra stúlku frá Íslandi.
"Svona fjöldkylduskipti verða til þess að fjölskyldurnar kynnast vel og unglingurinn kynnist jafningja frá öðru landi mjög vel og oftast myndast ævilöng vinátta á báða bóga," segir Hanna María. "Auk þess er þetta góð tungumálaæfing, um leið og það þroskar unglingana og gerir þá víðsýnni."
Fjölskylduskipti til margra annarra landa eru í boði bæði fyrir stúlkur og pilta á aldrinum frá 15-19 ára en umsóknarfrestur er 1. apríl ár hvert.
Upplýsingar gefur Ásta Björnsdóttir (astabjorg@me.com) fyrir hönd æskulýðsnefndar umdæmisins.
Listi yfir sumarbúðir, sem Íslenskum ungmennum gefst kostur á að sækja um núna sumarið 2015, mun birtast hér á heimasíðunni kringum næstu mánaðamót. Og gildir reglan þar eins og áður: Fyrstir koma fyrstir fá.
Klara Lísa (giskla@mi.is) gefur upplýsingar fyrir hönd æskulýðsnefndar umdæmisins.