Fréttir

10.5.2012

Paul Harris viðurkenningar og fjölgun félaga

Hlutverk ritnefndar umdæmisins er að hvetja og styðja klúbbana í að nota heimasíður klúbbanna og nýta forsíðu heimasíðu umdæmisins til að vekja athygli á starfi viðkomandi klúbbs. Rúmlega helmingur klúbba umdæmisins heldur uppi góðum og lifandi síðum. Þar birtast reglulega fréttir af starfinu með myndum.

Vilji okkar í ritnefndinni er að þegar einhver klúbbanna hefur áhuga á að frétt úr starfinu fari á forsíðu umdæmisins hafi umsjónaraðili síðu klúbbsins samband við ritnefndina og fréttin verður þá sett á forsíðuna. Þetta er í raun verkefni ritnefndar, að styðja og hvetja. Samstarf við marga klúbba er í mjög góðu lagi og ánægjulegt að sjá þegar heimsóknir okkar til klúbba skila árangri. Nægir að nefna ferð okkar á Norðurland nýverið. Okkur er einnig minnistæð heimsókn okkar á Selfoss fyrir nokkrum misserum. Árangur þeirrar heimsóknar er sá að Rkl. Selfoss heldur úti einni af bestu síðum klúbba umdæmisins. Þetta er hægt ef vilji er fyrir hendi.

Á síðasta fundi ritnefndar renndum við yfir síður klúbbanna með það að markmiði að finna út hve margir nýjir félagar hefðu gengið í klúbbana á þessu ári og þess getið á heimasíðu klúbbsins. Einnig athuguðum við hvar veittar höfðu verið Paul Harris viðurkenningar á sama tímabili. Niðurstaðan varð þessi:

Rkl Akureyrar 16.02. Guðný Kristjánsdóttir

11.04.  Jón Hallur Pétursson
Rkl. Rvk. Breiðholt 04.01.  Ari Jónas Jónasson


Einar Benjamínsson


Sigurbjörn Gunnarsson

26.03. Gígja Sólveig Guðjónsdóttir


Ragna Árnason


Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir
Rkl. Grafarvogs 28.01. Björn Vernharðsson


Sigurrós Bragadóttir


Erla Guðrún Bjarnadóttir

01.02. Gyða Bjarnadóttir
Rkl. Rvk. Miðborg 09.01. Ásta Möller

06.02. Árni Stefánsson


Friðrik þórðarson

30.04. Magnús Harðarson


Páll Harðarson
Rkl. Neskaupstaðar 31.01. Ívar Sæmundsson

Þetta er glæsileg frammistaða hjá þessum 5 klúbbum, 18 nýir félagar. Þessar upplýsingar eru unnar úr fréttum af síðum þeirra klúbba sem halda úti lifandi síðum. Því miður er það svo, að einungis rúmlega helmingur klúbbanna gerir það. Sumir klúbbar hafa farið myndarlega af stað, en lognast síðan útaf.

Paul Harris orðan er æðsta viðurkenning sem við veitum félögum okkar. Það er stór stund í lífi rótarýfélaga þegar hann/hún fær Paul Harris. Það er viðurkenning frá klúbbnum og félögunum fyrir framúrskarandi framlag til klúbbsins. Þess vegna má aldrei gleyma að hafa umgjörðina virðulega og glæsilega, jafnvel bjóða til stundarinnar maka og börnum viðkomandi félaga sem á að heiðra.

Eftirfarandi félagar hafa fengið Paul Harris viðurkenningu samkvæmt upplýsingum á þeim síðum sem við skoðuðum:

Rkl Akureyrar 13.04. Jón Hlöðver Áskelsson


Halldór Jóhansson
Rkl. Grafarvogs 14.03. Jón þór Sigurðsson
Rkl. Ólafsfjarðar 26.04. Valdimar Steingrímsson
Rkl. Sauðárkróks 18.01. Ágúst Guðmundsson


Baldvin kristjánsson

Það er einlæg ósk okkar í ritnefndinni að þeim klúbbum fjölgi sem halda úti góðum síðum. Það þarf ekki endilega að setja inn frétt eftir hvern fund eins og sumir gera með glæsibrag. Ein til tvær fréttir á mánuði er frábært. Við teljum það lifandi síðu ef reglulega berast fréttir af starfinu, helstu viðburðir, nýir félagar og Paul Harris viðurkenningar. Við viljum að umsjónarmenn síðanna hafi samband og óski eftir að fréttir fari á forsíðuna. Þannig gerum við heimasíðu umdæmisins lifandi og skemmtilega.

    Ritnetnd umdæmisins.



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning