Fréttir

23.1.2011

Skráning verkefna Rótarýklúbbana á heimasíðu umdæmisins og klúbbanna

Umdæmisráð hefur falið Ósk Einarsdóttir og Brynhildi Klemensdóttir félögum í Rótarýklúbbi Rvk. Grafarvogur sem einnig eru í verkefnanefnd Rótarýumdæmisins að fá skriflegar upplýsingar frá riturum íslensku rótarýklúbbana um þau verkefni sem rótarýklúbbarnir standa að, bæði skammtímaverkefnum  sem og verkefnum til lengri tíma litið.

Umdæmisráð hefur falið Ósk og Brynhildi að afla þessara upplýsinga og bera ábyrgð á því að þeim sé til haga haldið inni á vefsíðunni rotary.is svo að aðrir rótarýfélagar, væntanlegir félagar og gestir geti með auðveldum hætti glöggvað sig á því starfi sem fer fram hjá klúbbunum. Þær Ósk og Brynhildur  í samstarfi við ritnefnd umdæmisins sjá um að setja efnið inn á síðu umdæmisins og að sjálfsögðu  á heimasíðu hvers rótarýklúbbsklúbbs.

Ekki þurfa að vera langar greinargerðir um hvert verkefni – aðeins það helsta um hvert og eitt og ekki væri verra ef með fylgdu 1-2 myndir ef mögulegt er.  Æskilegt væri að skilagreinum verðii skilað á netfangið osk@vordur.is  og hið fyrsta og eigi síðar en 28.2.2011