Fréttir

21.6.2007

Þakkir frá Rótarýsjóðnum, svíninu og svínahirðinum

Undirritaður þakkar fulltrúum og gestum á 61. umdæmisþingi í Reykjanesbæ kærlega fyrir hönd Rótarýsjóðsins og Polio Plus. Þingið og formótið eru nátengd. Í upphafi formóts gerði grænn grís vart við sig í umsjón undirritaðs svínahirðis. Svínahirðirinn og græna svínið gerðu aftur vart við sig á stórglæsilegum rótarýfundi Rótarýklúbbs Keflavíkur á föstudagskvöldinu.

 

Undirritaður þakkar fulltrúum og gestum á 61. umdæmisþingi í Reykjanesbæ kærlega fyrir hönd Rótarýsjóðsins og Polio Plus. Þingið og formótið eru nátengd. Í upphafi formóts gerði grænn grís vart við sig í umsjón undirritaðs svínahirðis. Svínahirðirinn og græna svínið gerðu aftur vart við sig á stórglæsilegum rótarýfundi Rótarýklúbbs Keflavíkur á föstudagskvöldinu. Undirtektir rótarýmanna og gesta voru stórkostlegar. Umdæmisþingið sjálft fór ekki varhluta af grísnum. Í stuttu máli skilaði gjafmildi þátttakenda alls 2.365,15 bandaríkjadollurum í Rótarýsjóðinn í 6 gjaldmiðlum. Þetta er stórglæsilegur árangur sem þakka ber innilega. Polio Plus átakið sem stefnir að því að útrýma lömunarveiki er metnaðarfullt verkefni og nú hillir undir að markinu verði náð. Svínið gekk undir nafninu Óli grís. Fulltrúar og gestir á formóti og umdæmisþingi, kærar þakkir fyrir framlagið. Grísinn er gott mál.
 
Ólafur Helgi Kjartansson formaður Polio Plus nefndar
 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning