Fréttir
  • Viðurkenningarskajl frá Rotary International

26.6.2014

Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur

Rótarýklúbbur Borgarness hefur fengið sérstaka árangursviðurkenningu Rotary International fyrir atvinnusýningu sína, sem haldin var í Borgarnesi í febrúar sl.

Björn B. Jónsson umdæmisstjóri afhenti Kristjáni Rafni Sigurðssyni, forseta Rótarýklúbbs Borgarness viðurlenningarskjalið sl. mánudag. Viðurkenningin er fyrir framúrskrandi þjónustu við nærsamfélag klúbbsins.
Atvinnuvegasýningin var haldin í Borgarnesi  22. febrúar sl. með þátttöku rúmlega 40 fyrirtækja og þjónustuaðila Í Borgarbyggð.  Í tengslum við sýninguna stóð rótarýklúbburinn fyrir málstofu með yfirskriftinni „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja.“ Flutt voru erindi um ábyrgð rekstrareininga á fólki og samfélaginu annars vegar og umhverfinu hins vegar. Þá fór einnig fram kynning á starfsemi Rótarýsjóðsins.Í lok málstofunnar var undirritaður samningur allmargra fyrirtækja og stofnana um Hugheima, sem er nýstofnað þekkingar- og frumkvöðlasetur Vesturlands.
Yfir 40 fyrirtæki af mjög fjölbreyttum toga sýndu og kynntu starfsemi sína undir léttum tónlistaratriðum frá nemendum í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Yfir 650 gestir sóttu sýninguna og var Rótarýfólk í Borgarnesi mjög ánægt og þakklátt þátttakendum fyrir að sýna samheldni nú sem endranær.  Vonast er til að þessi viðburður örvi frumkvæði einstaklinga til aukinnar nýsköpunar í atvinnulífi Vesturlands. Markmið sýningarinnar var tvíþætt:  Að kynna starfsemi fyrirtækja og þjónustuaðila í Borgarbyggð. Að auka samvinnu og samheldni meðal þátttakenda.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning