Fréttir

16.10.2016

Skákmót Rótarý verður haldið nk. miðvikudag á Hótel Sögu og hefst kl. 20.00

Hvatt er til þess að sem flestir mæti og taki þátt, hvort sem skákmenn hafi eló stig eða ekki. Í  Rótarýhreyfingunni eru meðal annarra fremstu skákmenn Íslands og því gott tækifæri fyrir óþekkta skákmenn að koma þeim á óvart. Mótið er opið Rótarýfélögum og gestum þeirra.

Allir Rótarýfélagar sem mæta fá mætingu, hvort sem þeir tefla eða ekki. Í upphafi mun Guðmundur G. Þórarinsson félagi í Rkl. Reykjavíkur, flytja stutt erindi um ástæðu þess að íslenskir skákmenn höfðu frumkvæði að því að halda heimsmeistaraeinvígið í skák á Íslandi árið 1972.

Allir skákáhugamenn í Rótarýhreyfingunni eru hvattir til að mæta. Þeir sem ekki hafa þegar skráð sig eru beðnir um að skrá sig hjá Friðrik Ólafssyni - fridrikol@simnet.is


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning