Rótarýklúbbur Keflavíkur í heimsókn á Selfossi
Forsetarnir, Guðjón og Þorvarður |
Þriðjudaginn 9. maí heimsóttu um 20 félagar úr Rótarýklúbbi Keflavíkur Rótarýklúbb Selfoss. Fundurinn var haldinn á Hótel Selfossi. Eftir að félagar höfðu borðað kvöldmat komu nokkrir nemendur frá Tónlistarskóla Árnesinga og spiluðu tvö lög en Rótarýklúbbur Selfoss er stofnandi Tónlistarskólans, sem fagnaði 50 ára afmæli á síðasta ári. Að lokinni spilamennsku tók Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg við og kynnti sveitarfélagið í máli og myndum. Hún svaraði síðan nokkrum spurningum fundarmanna. Í lok fundarins skiptust forsetar klúbbanna, þeir Guðjón Guðmundsson frá Keflavík og Þorvarður Hjaltason frá Selfossi á fánum félaganna. Heimsóknin heppnaðist einstaklega vel og var mikið ánægja með framtakið hjá félögum beggja klúbbanna.