Fréttir

14.12.2006

Rótarýklúbbarnir í Kópavogi gáfu Sunnuhlíð gjöf á sameiginlegum jólafundi

1. desember sl. var haldinn sameiginlegur jólafundur rótarýklúbbanna í Kópavogi, Rótarýklúbbsins Borga og Rótarýklúbbs Kópavogs. Á fundinum afhentu klúbbarnir Sunnuhlíð síðbúna afmælisgjöf í tilefni af 25 ára afmæli Sunnuhlíðar. Guðlaug B. Guðjónsdóttir forseti Borga og Sveinn Hjörtur Hjartarson forseti Rótarýklúbbs Kópavogs afhentu Guðjóni Magnússyni formanni samtakanna gjöfina sem er skjávarpi.

Á fundinum fengu Anna Hallgrímsdóttir fyrrverandi rekstaraðili Félagsheimilis Kópavogs og Unnur Friðþjófsdóttir fyrrverandi starfsmaður þar þakklætisvott frá klúbbunum fyrir mikla alúð og velvilja í garð klúbbanna gegnum öll árin sem þeir voru með fundaraðstöðu í Félagsheimilinu.

Nú funda klúbbarnir báðir í skátaheimilinu við Digranesveg.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning