Fréttir
Styrkur til tónlistarnáms
Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um styrk.
Tilgangur sjóðsins er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Styrkurinn verður veittur í janúar 2006 og verður að upphæð kr. 500.000.
Umsóknum skal skilað til skrifstofu Rótarýumdæmisins, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík, fyrir 15. september n.k. Netfang:rotary@rotary.is