Fréttir

14.6.2007

Selfyssingar gróðursetja í Ölfusá

Rótarýklúbbur Selfoss fór í sína árlegu gróðursetningarferð í neðri Laugardælaeyju í Ölfusá þriðjudagskvöldið 12. júní sl. 20 félagar fóru út í eyjuna, ásamt þremur gestum, Guðna Ágústssyni, alþingsmanni, Margréti Hauksdóttur, eiginkonu hans og Sigurði Karlssyni, athafnamanni á Selfossi. Félagar úr Björgunarfélagi Árborgar fluttu hópinn út í eyjuna á bátum sínum. Alls voru gróðursettar 50 birkiplöntur í eyjunni. Eftir gróðursetninguna var boðið upp á veitingar. Ferðina heppnaðist í alla staði mjög vel enda veður með allra besta móti og mikið og skemmtilegt fuglalíf út í eyjunni, m.a. sáust þrjú gæsahreiður.

Hópurinn sem fór í gróðursetningaferðina

 

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning