Fréttir

14.7.2014

Rótarý í Sao Paulo að ári

Undirbúningur fyrir næsta alþjóðaþing Rótarý er þegar hafinn. Skráning þátttakenda er byrjuð og rótarýfólk um heim allan gerir ferðaáætlanir til að komast til Brasilíu og taka þátt í þessum glæsilega viðburði.

Fótboltaveislunni í Brasilíu er lokið. Sao Paulo verður ekki lengur sá miðpunktur sem borgin var fyrir sjónvarpsáhorfendur um allan heim meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð yfir . En fyrir Rótarýfólk mun Sao Paulo áfram hafa sérstakt aðdráttarafl, því að þar verður alþjóðaþing rótarýhreyfingarinnar haldið á næsta ári, nánar tiltekið dagana 6. - 9. júní 2015. Dagskrá alþjóðaþingsins er jafnan mjög fjölbreytt og glæsileg. Ferðalag til Suður-Ameríku verður því álitlegur kostur. Meira um alþjóðaþingið hér.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning